Í Víðsjá í dag ætlum við meðal annars að ræða við Guðberg Bergsson rithöfund og Birnu Bjarnadóttur bókmenntafræðing og útgefanda um ljóðabók Guðbergs, Stíga, sem kom á dögunum út í spænskri þýðingu eftir Rafael García Perez. Ljóðabókin Stígar kom fyrst út árið 2001 og var þriðja ljóðabók Guðbergs. Spænska þýðingin kemur út í tvímála útgáfu hjá útgáfufyrirtæki sem nefnist Hin Kindin. Við ætlum líka í Víðsjá í dag að slá á þráðinn til Kaupmannahafnar og ræða við Steinar Guðjónsson gítarleikara í Kaupmannahöfn um nýja plötu tríósins Pogo Problem. Og Didda Jónsdóttir skáld talar öðru sinni í Víðsjá á fimmtudegi um listina að þrífast.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.