Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Guðfinnur Sigurvinsson. Hann er fyrrverandi starfsmaður fréttastofu RÚV og var dagskrárgerðamaður á Rás 2 og í sjónvarpinu. Hann var aðstoðarmaður þingflokks á alþingi, fór svo í bæjarpólítíkina í Garðabæ og skellti sér svo í Hárakademíuna og klippir nú hár á fólki af miklum móði hjá Rakarastofunni Herramönnum. Við fengum hann til að segja okkur frá æskunni og uppvextinum í Keflavík, menntaskólaárunum á Akureyri, starfi sínu í fjölmiðlum og í Fríhafnarversluninni í Leifsstöð.
Í matarspjallinu í dag setti Sigurlaug Margrét á dagskrá jólakæfuna eða juleleverpostej, ekki seinna vænna.
Tónlist í þættinum í dag:
Majonesjól / Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur (Carl Sigman og Sigrtryggur Baldursson)
Það snjóar / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Newell, Pattacini og Bragi Valdimar Skúlason)
Jólasveinninn kemur í kvöld / Gunnar Gunnarsson (Fred J. Coots)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR