Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir var sérfræðingur Mannlega þáttarins í dag. Sólin hækkar á lofti, hitastigið hækkar, það er óneitanlega sumar framundan. En þá koma gjarnar skordýrin, geitungarnir og einhverjar fleiri skepnur sem við myndum flest helst vilja halda fyrir utan hýbýli okkar. Þá geta komið upp þær aðstæður að það þurfi að kalla til meindýraeyði. Við ræddum við Guðmund Óla um starf hans sem meindýraeyðir í fyrri hlutanum og svo í seinni hlutanum svaraði hann fjölmörgum spurningum sem hlustendur hafa sent í pósthólf þáttarins
[email protected]. Spurningarnar um til dæmis silfurskottur, ávaxtaflugur, roðamaura, rottur, mýs, margfætlur, ham- eða feldgæru og fleira.