Einn fremsti sveppafræðingur landsins, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, býr á Hvannavöllum á Akureyri og við hittum hana þar og var boðið að ganga um garðinn með henni í leit að sveppum. Mikið af tíma Gyðu fer í að greina sveppategundir sem henni eru sendar héðan og þaðan af landinu og með nútímatækni fær hún sendar myndir af sveppum til að greina. Auk þess er stórt samfélag áhugafólks um sveppi á Facebook og Guðríður er tíður gestur á þeirri síðu.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var tónlistarmaðurinn Örvar Smárason úr hljómsveitunum MÚM og FM Belfast. Við fengum hann til að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Örvar talaði meðal annars um eftirfarandi bækur: Salt slow e. Julia Armfield, Dangers of smoking in bed eftir Mariana Enriquez, The book collectors of Daraya eftir Delphine Minoui og The dry heart eftir Nataliu Ginzburg. Þegar hann leit til baka þá nefndi hann Hobbitan og Hringadrottinssögu eftir Tolkien og Sláturhús 5 eftir Kurt Vonnegut.
Tónlist í þættinum í dag:
Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson)
Suspicious Minds / Elvis Presley (James Mark)
Prophecies And Reversed Memories / MÚM (Örvar Smárason og Gunnar Örn Tynes)
Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson og Vilhjálmur frá Skáholti)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON