Víðsjá er í dag, eins og aðra fimmtudaga á aðventunni, helguð nýjum bókum. Rithöfundar koma í heimsókn, ræða málin og lesa úr verkum sínum. Á meðal gesta í þættinum í dag eru Guðrún Hannesdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Þóra Karítas Árnadóttir og Þórdís Gísladóttir. Bókarýnin verður á sínum stað, Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um skáldsöguna Strendinga: Fjölskyldulíf í sjö töktum eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson