Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur kom í þáttinn í dag og fór yfir vorverkin og það sem sniðugt er að gera á þessum árstíma í garðinum eða jafnvel á svölunum. Hvað ber að hafa í huga til dæmis þegar kemur að því að klippa tré og runna, setur næturfrostið strik í reikninginn þegar kemur að því að hreinsa beðin? Guðríður svaraði því í þættinum og sagði einnig frá opnu húsi í Garðyrkjuskólanum við Hveragerði sem er einmitt alltaf á Sumardaginn fyrsta. Þar verður kaffisala, markaðstorg og börn geta farið á hestbak ásamt ýmsu öðru. Svo spurðum við Guðríði líka út í nýju bókina, Fjölærar plöntur.
Það verður æ algengara að fólk, til dæmis sem komið er á eftirlaun, ákveði að búa hluta ársins og jafnvel allt árið á hlýrri slóðum, til dæmis á Spáni. Dóra Stefánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntun, fór á eftirlaun fyrir ári síðan og ákvað með eiginmanni sínum, Stefáni Rafni Geirssyni, að dvelja nokkra mánuði á Kanaríeyjum í vetur. Þau eru nýkomin heim og við ákváðum að forvitnast um dvölina þar ytra og heyrðum í Dóru í þættinum.
Lög í þættinum í dag:
Komdu / Hraun (Hraun og Svavar Knútur)
Hinn elskulegi garðyrkjumaður / Kristjana Stefánsdóttir (Páll Torfi Önundarson)
My Sweet Lord / George Harrison (George Harrison)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON