Gylfi Geirsson, loftskeytamaður stundaði nám í skóla Danska sjó- og landhersins auk skóla Breska hersins og er einnig með diploma í hafrétti frá Ródos. Gylfi gjörþekkir öll störf Landhelgisgæslunnar eftir 42 ára starfsferil. Hann hóf störf hjá gæslunni sem loftskeytamaður vorið 1971 eftir að hafa starfað 4 ár sem loftskeytamaður hjá Eimskip. Í kvöld mun Gylfi ræða um Landhelgisgæsluna stofnun og sögu , á fræðslufundi Vitafélagsins-íslensk strandmenning en fyrst kom hann í þáttinnn og sagði frá.
Lortur í lauginni er nýtt íslenskt spil eftir Ingva Þór Georgsson. Leikurinn gengur út á það að ná lorti, eða kúk, sem óprúttnir aðilar hafi komið fyrir í sundlauginni á Egilsstöðum. Spilið er svokallað blekkingarspil, sem eru til í margvíslegri mynd. Í þeim þurfa spilarar að leysa gátu og einhverjir í hópnum eru að reyna að villa fyrir um fyrir hinum. Við heyrðum í Ingva Þór í þættinum og hann sagði okkur frá þessu spili sem hefur þetta sérkennnilega markmið.
Við fengumum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag. Næsta sunnudag verða fjórðu þingkosningar á Spáni á fjórum árum. Póstkortið fjallaði að mestu um pólitík en líka um það hvað það er þægilegt að búa þar syðra þrátt fyrir lætin í stjórnmálunum sem virðast fæla fólk í auknum mæli út á jaðarinn bæði til hægri og vinstri.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON