Í febrúar 1925 gekk mikið óveður yfir Ísland, það mesta frá upphafi mælinga. Þök fuku, hlutar rifnuðu af húsum og fuku útí buskann og fimm manns urðu úti í fárviðrinu. Áhrif hamfaranna urðu þó mest á sjó, nánar tiltekið á Halamiðunum út fyrir Vestfjörðum. Þar var fjöldi togara að veiðum og áhafnir þeirra börðust hetjulega við hamslaust óveðrið, sum skipanna náðu landi önnur ekki. 74 sjómenn drukknuðu í Halaveðrinu mikla. Steinar J Lúðvíksson lýsir þessari baráttu togarasjómannanna í nýrri bók og styðst við frásagnir þeirra sem komust heilir í höfn. Steinar kom í þáttinn.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Heimir Örn Herbertsson lögmaður. Við forvitnuðumst um hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON