Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni var Hallgrímur Helgason rithöfundur. Hann er staddur á Siglufirði við skriftir og við slógum á þráðinn til hans og forvitnuðumst um snjóinn og daglegt líf í bænum og sólarkaffið sem hann fór í í gær og svo sagði hann okkur frá nýju bókinni sem hann er að skrifa, sem er framhald af bókinni Sextíu kíló af sólskini.
Eurovisionkeppnin verður haldin í ár, það er búið að ákveða það og bara spurning um útfærsluna en það verða fjórir möguleikar uppi á borðinu. Felix Bergsson hefur leitt íslenska hópinn í keppninni undanfarin ár og við fengum hann til að segja okkur frá þessu í þættinum.
Kjöt í karrí var málið í Matarspjallinu okkar í dag en Sigurlaug Margrét fékk til sín góðan gest, tónlistarmann sem hefur sérstakt dálæti á þessum vinsæla rétti, Karl Örvarsson var gestur Matarspjallsins í dag.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR