Mannlegi þátturinn

Hálsmeiðsli, 14 ára óperusöngkona, barnakvikmyndahátíð


Listen Later

Áverkar á hálsi, til dæmis eftir bílslys, eru því miður algengir og valda þeim sem slasast gjarnan miklum verkjum og fjarveru frá vinnu, námi og frístundum. Nú er í gangi rannsókn við Háskóla Íslands sem snýst um að meta áhrif nýs meðferðarúrræðis í sjúkraþjálfun og notkun nýs tækis þar sem markhópurinn er einmitt fólk sem hefur hlotið áverka í hálsi eftir árekstur í umferðinni. Vonir standa til að, auk þess að bæta líðan þeirra sem glíma við hálsáverka, að þessi nýja meðferð muni að auki draga úr kostnaði vegna áverkanna. Harpa Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessari rannsókn.
Við litum við í Hörpu þar sem hin 14 ára gamla Eva Jáuregui var á æfingu hjá Íslensku óperunni við æfingar á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason. Eva fer með hlutverk Nadíu, sem í verkinu er 10 ára gömul, og á laugardaginn mun hún debútera í Hörpu. Verkið fjallar um fórnarkostnað þess að fara í stríð, um bræðralag og ástir og er byggð á samnefndri kvikmynd eftir Susanne Bier sem margir þekkja.
Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er haldin í níunda sinn í Reykjavík á næstunni og hittir að þessu sinni á hrekkjavöku, því verður hrekkjavökuþema á hátíðinni. Við fengum þær Lísu Attensperger og Ásu Baldursdóttur til að segja okkur frá hátíðinni og því sem þar fer fram, til dæmis lifandi talsetning sem verður framkvæmd í fyrsta sinn á hátíðinni, einnig verður dótamarkaður þar sem börnin geta sótt um að vera með bás og fleira.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM
Horfðu til himins / Nýdönsk (Daniel Ágúst og Jón Ólafsson)
Lífsgleði / Hljómar (Gunnar Þórðarsson og Þorsteinn Eggertsson)
Gone, gone, gone / Alison Krauss og Robert Plant (Don Everly og Phil Everly)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners