Mannlegi þátturinn

Handboltakempur, Grensásdeild 50 ára og kuldakast


Listen Later

Áhorfendur hafa fylgst spenntir með þáttunum Aftureldingu sem sýndir eru í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Þar sjáum við kvennalið í meistaraflokki í handbolta æfa við töluvert lélegri aðbúnað en karlaflokkarnir og þjálfarinn kannski ekki alveg með hlutina á hreinu. Það er margt sem vekur upp spurningar í þessum þáttum, til dæmis hvort þetta hafi í raun og veru verið svona og ekki fyrir svo löngu og hefur þetta breyst? Við fengum tvær handboltakempur sem hafa reynslu, bæði úr fortíðinni þegar þær voru sjálfar að æfa og spila, svp eru þær einnig tengdar við handboltastarfið eins og það er í dag. Harpa Melsteð og Hjördís Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskonur, komu í þáttinn í dag.
Í ár eru 50 ár frá því að Grensásdeild Landspítalans tók til starfa. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slysa eða veikinda. Tvær stjörnur er hálsmen sem Katrín Björk Guðjónsdóttir frá Flateyri hannaði í tilefni afmælisins og er selt til styrktar Grensásdeild. Katrín stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hún fékk alvarlega heilablæðingu tuttugu og tveggja ára að aldri. Hún hefur þurft að kljást við mikla líkamlega fötlun síðan og hefur verið í stöðugri endurhæfingu. Katrín hefur dvalið á Grensásdeild og notið góðs af því mikilvæga starfi þar er unnið. Við heyrðum í dag hugmyndina á bak við hálsmenið hjá Katrínu og aðeins af reynslu hennar af þjónustu Grensásdeildar, Halla Harðardóttir dagskrárgerðarkona las upp svör Katrínar. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnar Hollvina Grensásdeildar kom svo í þáttinn og fræddi okkur um Grensásdeildina og hollvinafélagið.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í vikulega veðurspjallið. Þar ræddum við kuldakastið sem heimsækir landið þessa dagana, hversu lengi ætlar það að stoppa og er von á meira vorhreti.
Tónlist í þættinum:
Take your time / Jóhann Helgason (Jóhann Helgason)
Aðeins eitt kyn / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson)
Cant take my eyes of you/ Frankie Valli (Bob Guadio og Bob Crewe)
Patience / Take That (Gary Barlow, Howard Donald, Jason Orange, John Shanks & Mark Owen)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners