Í þættinum í dag fórum við yfir 2.umferðina í Olísdeild kvenna og völdum þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður umferðarinnar. Þá fengum við hina sænsku Zöndru Jarvin í heimsókn til okkar þar sem hún fór yfir viðskilnað sinn við FH með okkur og staðfesti þar við okkur að þetta hafi verið einhliða ákvörðun FH að rifta samningnum.