Í þessum þætti fóru þeir Jói Lange og Gestur yfir 13.umferðina í Olísdeild karla. En þó byrjuðu þeir á því að fara aðeins yfir ”stóra” kennitölu málið en í dag kom yfirlýsing frá HSÍ um það að Vængir Júpíters væru með gilt keppnisleyfi og því gætu þeir haldið keppni áfram í Grill66 deild karla. Þeim félögum þykir þó skrýtið að það teljist í lagi að vera með félag í gangi í allan þennan tíma án þess að vera með virka kennitölu og velta fyrir sér hlutum eins og hvort leikmannasamningar sem eru gerðir á óvirkri kennitölu geti talist löglegir.
Þá völdu þeir þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður 13.umferðar en það eru þeir Björgvin Páll Gústavsson (Haukum), Tandri Már Konráðsson (Stjörnunni), Egill Magnússon (FH), Hergeir Grímsson (Selfoss), Lárus Helgi Ólafsson (Fram) og Þorgils Jón Svölu Baldursson (Val).