Gestur þáttarins að þessu sinni var þáttastjórnandi Seinni Bylgjunnar á Stöð2Sport, Tómas Þór Þórðarson.
Í þættinum var farið yfir tvo síðustu leiki 9. umferðar í Olís-deild karla, Evrópuleik Selfyssinga sem fram fer á laugardaginn. Einnig fórum yfir stöðuna í Olís-deild kvenna sem er komin í jólafrí.
RúnarsKáraHornið var á sínum stað og þá valdi Tom draumalið leikmanna sem gætu farið út í atvinnumennsku eftir tímabilið.
Stuðlarnir fyrir næstu umferð í Olís-deild karla eru komnir inn á Coolbet og fórum við yfir stuðlabergið. Að lokum völdum við einnig Coolbet leikmann umferðarinnar.