Gestur þáttarins í Handkastinu að þessu sinni var hinn þrautreyndi fjölmiðlamaður og gleðigjafi Benedikt Grétarsson.
Í þættinum fórum við yfir fyrstu fjóra leikina í 9. umferð Olís-deildar karla, spáðum í spilin fyrir Evrópuleik Selfyssinga næstkomandi laugardag og næstu tvo leiki í Olís-deild karla.
Auk þess ræddum við áhrifin sem það hefur haft á Olís-deildina að Stöð2Sport hafi fengið sýningarréttinn.
- VAR í aðalhlutverki í ótrúlegum leik í Origohöllinni
- Klikkaði besta vítaskytta landsins á ögurstundu?
- Umdeilt leikhlé Bjarna Fritz í öruggum sigri gegn Gróttunni
- Gróttan ekki heillað Benna sem spáir þeim falli
- Létt og laggott hjá Stjörnunni í hálftómum kofa
- Haukar með góðan útisigur gegn löskuðum kjúklingabændum
- Erfitt verkefni sem bíður Selfyssinga á heimavelli
- Benni svaraði nokkrum hraðaspurningum í lokin