Gestur þáttarins að þessu sinni í Handkastinu var Patrekur Jóhannesson núverandi þjálfari Selfoss og austurríska landsliðsins.
Rætt var um athyglisverðan feril Patreks sem hófst í Garðabænum, stutt viðkoma í Hafnarfirðinum áður en hann flutti til Akureyrar þar sem ferilinn fór almennilega á flug.
Patti á að baki 241 landsleik og lék í fjölda ára í atvinnumennsku bæði í Þýskalandi og á Spáni með mörgum af bestu handboltamönnum í heimi.
- Skapstór og hvatvísi á uppvaxtarárunum
- Árin á Íslandi fyrir atvinnumennsku
- Góð sjö ár í TUSEM Essen þar sem hann faldi sig í skógi í útihlaupi
- Stutt dvöl hjá Bidasoa
- Meiðslahrjáð tímabil í Minden
- Heimkoman í Garðabæinn
- Þjálfaraferilinn hófst í Stjörnunni
- Tímarnir með landsliðinu
- Vonbrigðin á HM ´95 á Íslandi
- Frábær mót á HM ´97 og EM ´02
- Hversu langt ná Haukur Þrastar og Elvar Örn?
- Hver er besti leikmaður sem Patti hefur spilað með á ferlinum?
- Hvernig markmaður var Styrmir Sigurðsson?