Gestur þáttarins í Handkastinu af þessu sinni er Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla og nýráðinn þjálfari U-21 árs landsliðs karla.
Í þættinum ræddi Einar Andri um farsælan leikmannaferil sinn sem endaði fyrr en áætlað var og í kjölfarið tók hann þá ákvörðun að verða þjálfari. 25 ára tók hann við þjálfun hjá meistaraflokki FH.
Í þættinum ræddum við einnig um leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 og tvo vináttulandsleiki U-21 árs landsliðsins gegn Frökkum um helgina.
- Fagmannleg frammistaða í Ankara
- Frábær sigur U-21 árs landsliðsins gegn stjörnuprýddu liði Frakka
- Slavko Bambir sá eitthvað í Einari Andra sem þjálfara
- Tók ungur við efnilegu liði FH sem var í krísu
- FH loksins Íslandsmeistarar tímabilið 2010-2011
- Viðskilnaðurinn við FH
- The class of '90
- Hvar væri Björn Daníel sem handboltamaður í dag?
- Tók við nýliðum og tapaði úrslitaeinvíginu sama ár
- Afhverju er Böðvar Páll ekki orðinn næsti Mikkel Hansen?
- Er Afturelding "næstum" því lið?
- Spurningar úr sal
- Draumalið leikmanna sem Einar Andri hefur þjálfað
- Aron Pálmars sá besti sem Einar Andri hefur þjálfað
- Fórum yfir stuðlabergið fyrir næstu umferð í Olís-deild kvenna