Gestur þáttarins að þessu sinni var hinn þrautreyndi þjálfari og fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður, Rúnar Sigtryggsson sem í dag er þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla.
Rætt var um landsliðið, kynslóðaskiptin, athyglisverðan feril Rúnars sem hófst í Þorpinu fyrir norðan. Á ferlinum lék Rúnar til að mynda með einum besta handboltaleikmanni sögunnar, Talant Dujshebaev.
Einnig völdum við Coolbet-leikmann 6. umferðar auk þess að draga út vinningshafa í Final4 gjafaleiknum okkar í boði Coolbet.
- Ótrúlegur efniviður að koma upp í íslenskum handbolta
- Leikmanna- og þjálfaraferill Rúnars
- Hvernig var að þjálfa Pascal Hens?
- Þurfti að hita upp fyrir einn leik á nærbuxunum
- Hvernig er að þjálfa syni sína?
- Mýrin er enginn heimavöllur
- Vill Rúnar skotklukku í handbolta?
- Gæðin í Olís-deildinni miðað við Þýskaland
- Rúnar svaraði spurningum hlustenda
- Coolbet leikmaður 6. umferðar
- Dregið í Final4 leiknum