Mannlegi þátturinn

Harpa í áratug, hannyrðapönk og Bjarnþóra lögga


Listen Later

Á fimmtudaginn verður Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús 10 ára. Það tók marga áratugi frá því að samtök um tónlistarhús voru stofnuð þangað til að Harpa var loks risin og komin í gagnið. Í raun má rekja fyrstu hugmyndirnar um tónlistarhús í Reykjavík aftur til ársins 1881. Nú er Harpa eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar þar iðar allt af lífi, tónlist og menningu, þ.e.a.s. yfirleitt, þó auðvitað undanfarið ár hafi verið sérstakt hjá Hörpu eins og hjá flestum á tímum Covid. Karitas Kjartansdóttur viðskiptaþróunarstjóri hóf störf í Hörpu í apríl 2010 og hefur tekið þátt í uppbyggingu hússins frá upphafi. Hún kom í þáttinn í dag og hagði frá mörgu eftirminnilegu að segja frá þessum fyrsta áratug Hörpu.
Það verður opnuð sérstök hannyrðapönkssýningu á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Sigrún Braga og Guðrúnardóttir verður þar með verk þar sem hún notar byggingavinnugarn og svo mannshár í áklæði í rokkokóstól sem hún hefur verið að gera upp og stólinn málar hún með svartri málningu sem gleypir allt að 99% ljóss. Verkið kallar hún sjálf Meyjarsæti og notar mannshárið til að bródera orð sem stúlkur/konur/fólk fékk að heyra um sig og/eða kynfæri sín fyrir 12 ára aldur. Sigrún kom í þáttinn og sagði okkur frá þessu áhugaverða verki.
Það eru aðrar aðstæður í vinnunni hjá lögreglukonunni Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur á Ströndum en hjá kollegum hennar á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, settist upp í lögreglubifreiðina hjá Bjarnþóru þar sem hún var við umferðareftirlit og ræddi við hana um þennan aðstöðumun og ýmislegt annað.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners