Það er áætlað að á Íslandi séu um 5000 manns með heilabilun Alzheimersamtökin eru með fræðsluverkefni varðandi heilabilun og erum að virkja alla landsmenn til að vinna markvisst í að mæta þörfum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra. Með þessu fræðsluverkefni er áætlunin einnig að minnka fordóma sem fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra mæta í samfélaginu og auka fræðslu og vitund fólks um heilabilunarsjúkdóma. Við heyrðum í Sigubjörgu Hannesdóttur, fræðslustjóra Alzheimersamtakanna og verkefnastjóra Heilavina í þættinum í dag, hægt er að fá fræðslu og skrá sig sem heilavin á www.heilavinur.is.
Við heyrðum í Ingu Dagnýju Eydal í þættinum, en það er nýútkomin bók eftir hana sem heitir Konan sem datt upp stigann. Þar fjallar hún á opinskáan og einlægan hátt um þær afleiðingar sem hún glímdi við eftir að hafa veikst af of mikilli streitu og ekki getað stundað fasta vinnu síðan hún hætti í erilsömu starfi sem hjúkrunarfræðingur.
Árið 2019 kom út hjá Vestfirska forlaginu bókin Er það hafið eða fjöllin? um Flateyri og fólkið þar, eftir þjóðfræðinginn Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Sæbjörg kom í heimsókn í Hveravík á Selströnd til að selja húsráðendum þar Kalksalt en Sæbjörg og eiginmaður hennar Eyvindur Atli Ásmundsson eiga og reka samnefnt fyrirtæki. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, ræddi við Sæbjörgu um kalksaltið, snjóflóðin á Flateyir og Súgandafirði og bókina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON