Mannlegi þátturinn

Heilbrigðisvísindaverðlaunahafi, Vinnuhjálp og Hlaupið um arkitektúr


Listen Later

Það var tilkynnt í gær að Sædís Sævarsdóttir var verðlaunahafinn í ár þegar veitt var úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar. Sædís er prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar H.Í., gigtarlæknir á Landspítalanum og vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Hún á einkar glæstan feril sem læknir og vísindakona, hennar störf við gigtarlækningar, erfðafræði, sniðlækningar, rannsóknir, bæði hér á landi og í Svíþjóð, auk rétt um hundrað ritrýndar vísindagreinar í virtum vísindaritum bera vitni um að verðlaunin eru verðskulduð, þó er ekki næstum allt upp talið. Sædís kom í þáttinn í dag og segja okkur aðeins frá sér og sínum störfum og með henni kom Þórður Harðarson, prófessor emiritus, en hann fræddi okkur um þessi merkilegu verðlaun og valið á vinningshafanum í ár.
Fyrirtækið Vinnuhjálp vill auka þekkingu og áhuga einstaklinga á mannauðsmálum, til að vera sjálfstæðari og skilvirkari er kemur að úrvinnslu og úrlausnum á eigin málum. Sunna Arnardóttir sérfræðingur í mannauðsmálum er manneskjan á bak við Vinnuhjálp en hún hefur einnig skrifað pistla um mannauðsmál hjá visi.is og nú hjá mbl.is. Nýlega skrifaði hún pistil um ofbeldi stjórnenda gagnvart starfsfólki og við ræddum efni pistilsins við hana í dag.
Svo forvitnuðumst við um viðburðinn Hlaupið um arkitektúr. Arkitektafélag Íslands stendur fyrir hlaupi sem er hluti af HönnunarMars og er það svokallað upplifunarhlaup þar sem hlauparar munu skoða borgarlandslagið út frá sjónarhorni arkitektúrs, gamals og nýs. Þær Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands og Ragnheiður Maísól Sturludóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá HönnunarMars, komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:
Kramið hjarta/Valgeir Guðjónsson(Valgeir Guðjónsson)
Húsin í bænum/Egill Ólafsson(Gunnar Þórðarsson-Tómas Guðmundsson)
Young americans/David Bowie(David Bowie)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners