Mannlegi þátturinn

Heimildarmyndin Gróa, Hótel- og matvælaskólinn og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Við fræddumst í dag um lífræna ræktun á Íslandi og lífræna matvælaframleiðslu. Anna María Björnsdóttir tónlistkarkona bjó lengi í Danmörku, þar kynntist hún Jesper sem ólst upp á lífrænum bóndabæ á Jótlandi. Nokkrum árum og börnum síðar fluttu þau til Íslands og Anna fór að kynna sér lífræna ræktun á Íslandi, eða kannski skort á henni og hún fór að reyna að breyta því. Hún hefur nú framleitt heimildarmyndina Gróu, ásamt Tuma Bjarti Valdimarssyni, um lífræna ræktun hér á landi. Þau sögðu okkur frá myndinni og lífrænni ræktun í þættinum.
Fyrir um það tveimur árum komu til okkar höfundar nýrrar matreiðslubókar sem gefin var út í tengslum við námið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Nú er komin út ný útgáfa en bókin er unnin með það að leiðarljósi að efla kennslu og þekkingu nemenda í matreiðslu og styðja við markmið matreiðslubrautarinnar um menntun í matargerð. Þetta er jú eini skólinn sem kennir þessar matvælagreinar á Íslandi og við könnuðum í þættinum stöðuna í skólanum í dag? Er næg aðsókn og hvaða brautir eru vinsælli en aðrar? Við töluðum við einn höfunda bókarinnar og deildarstjóra skólans Hermann Þór Marinósson og framkvæmdastjóra skólans Harald Sæmundsson.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá hugrenningum sínum um paradís, himnaríki eða sumarlandið eins og margir vilja kalla þann stað þar sem framliðnir ástvinir dvelja. Magnús var á ferð í Herjólfi í mikilli brælu og veltingi og paradísin leitaði á hann þegar hann sá aðra farþega þjást af sjóveikinni sem er ólæknanleg á meðan á ferðalaginu stendur.
Tónlist í þættinum í dag:
Aldrei of seint / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Peaceful Easy Feeling / Eagles (Jack Tempchin)
Villtir strengir / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson, texti Loftur Guðmundsson)
If Paradise is Half as Nice / Amen corner (Battisti, Mogol & Fichman)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners