Ef þið hafið velt fyrir ykkur spurningum eins og: Hvernig get ég aukið tekjurnar mínar og borgað niður skuldir? Og get ég það yfir höfuð? Hafa peningar áhrif á sambönd, uppeldi og hegðun? Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, persónulegum fjármálum og stofnandi Meniga kom í þáttinn í dag og ræddi við okkur um fjármál.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag en hann hefur sent okkur pistla á mánudögum í vetur sem hann kallar vinkla. Í dag bar hann vinkilinn að geit nokkurri í Garðabænum og jólaljósum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Vala Jónsdóttir, sérfræðingur hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í jafnréttismálum. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Vala talaði um eftirtaldar bækur:
Kona í hvarfpunkti e. Nawal El Saadawi
Don't call me inspirational e. Harilyn Rousso
Flækingurinn e. Kristínu Ómarsdóttir
Grettir sterki e. Þorsteinn Stefánsson
Bárður Snæfellsás
Tónlist í þættinum í dag:
Er líða fer að jólum / Ragnar Bjarnason (Gunnar Þórðarson og Ómar Ragnarsson)
Vertu ekki að kvarta / South River band (Ólafur Þórðarson og Kormákur Bragason)
Merry christmas darling / Carpenters (Carpenters og Frank Pooler)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR