Mannlegi þátturinn

Hér stóð búð, krabbameinsskimun kvenna og Bergrún lesandinn


Listen Later

Hér stóð búð! er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem verður opnuð á Minjasafni Akureyrar næstu helgi og þar verða sýndar gamlar ljósmyndir af kjörbúðum og sjoppum og fólk er hvatt til að koma við á safninu og rifja upp minningar af kynnum sínum af þessum gömlu búðum. Minjasafnið fagnar 60 ára afmæli á þessu ári og þessi sýning er hluti af því. Við ræddum við Harald Þór Egilsson safnstjóra og Hörð Geirsson sem er safnstjóri ljósmyndadeildar.
Þátttaka kvenna í krabbameinsskimunum hefur farið minnkandi síðustu ár og er Ísland nú eftirbátur hinna Norðurlandanna í þessum efnum. Það er því mikilvægt að vekja athygli á skimunum og reyna að snúa þeirri þróun við. Þetta er málefni sem snertir okkur öll, ekki bara konur, heldur líka karla sem eiga eiginkonur, dætur, mæður, systur, vinkonur og svo framvegis. Við heyrðum í Sigríði Dóru Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslunni, til að fræðast um þetta átak og við heyrðum líka í Sigrúnu Waage leikkonu, en hún er ein tólf þjóðþekktra kvenna sem deila persónulegri tengingu sinni við leghálsskimun í ljósmyndasýningunni Er kominn tími á skimun? sem hófst um helgina í Kringlunni.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur. Hún er þessa dagana stödd í Vatnsdalnum við skriftir á nýrri bók, en í þættinum sagði hún frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og svo frá því hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners