Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, og nú einnig fasteignasali, var föstudagsgestur þáttarins í dag. Hún rifjaði með okkur upp æskuárin í Breiðholtinu og fyrir norðan, sönginn, naglaspítur, söngkeppni framhaldsskólanna og fleiru. Hera sagði okkur svo frá starfi sínu sem fasteignasagli og 20 ára afmælisjólatónleikum hennar sem verða í Hallgrímskirkju.
Þar sem Hera Björk er annálaður áhugakokkur er því var borðleggjandi að fá hana til að sitja áfram með okkur í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti. Hera sagði okkur frá heimsfrægri kalkúnafyllingu, sem hún nappaði frá Sigurði Flosasyni og fjölskyldu, laufabrauðsgerð og jólamatnum í hennar fjölskyldu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON