Það þarf oft töluverðan kjark til að breyta hlutum og taka U beygju í lífinu. Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Hera Ólafsdóttir, leikstjóri, söngkona og framleiðandi. Hún hefur unnið í mörg ár við innkaup á dagskrárefni og við framleiðslu þátta hér á RÚV, en ætlar nú að venda sínu kvæði kross. Hún hyggur á flutning til Svíþjóðar þar sem hún ætlar að kaupa sveitasetur þar sem hún ætlar að bjóða upp á gistingu, vera með aðstöðu fyrir námskeiðahald, vinnuaðstöðu fyrir fyrirtæki og hópa og aðstöðu fyrir veislur og aðra stærri viðburði. Hún hefur gefið sér góðan tíma í undirbúning og nú styttist í að hún leggi af stað í þetta ævintýri. Hera kom í þáttinn og við spurðum hana út í þennan spennandi kafla í lífi hennar sem er framundan.
Það er föstudagur og því var að sjálfsögðu matarspjall með besta vini bragðlaukanna, Sigurlaugu Margréti Jónasdótur. Hún fékk í gjöf um jólin spilastokk þar sem á hverju spili er uppskrift að Spam réttum. Hún hefur áður fjallað um þennan sérkennilega mat, spam, í matarspjallinu og í þar sem hún er nú komin með 52 uppskriftir fyrir spam, eða niðursoðið svínakjöt, í hendurnar þá er tilvalið að skoða þær aðeins og sjá hversu fjölbreyttar þær geta verið.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON