Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði. Við ætlum að spjalla við hann um lífið og tilveruna og vinskap hans við Terry Jones, einn meðlima Monty Python, goðsagnakennda grínhópsins sem hefur haft áhrif á grín og gamanefni í yfir hálfa öld. Terry lést í vikunni. Þeir Hilmar voru miklir vinir og umgengust talsvert, auk þess sem Hilmar kynntist fleiri meðlimum Monty Python í gegnum vinskapinn.
Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað í dag. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna,er nýkomin frá ítölsku ölpunum, þar sem hún dvaldi við matarrannsóknir og ætlar að segja okkur frá því sem fyrir augu bar og oní maga fór. Til dæmis sagði hún frá hinum rómaða miðevrópska rétti Knödel sem er til dæmis talsvert borðaður í Ölpunum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON