Mannlegi þátturinn

Hjónabandið, póstkort frá Berlín og Gullý Hanna


Listen Later

Við heyrðum í Brynhildi Björnsdóttur í þættinum, en hún hefur unnið fjóra þætti fyrir Rás 1 sem kallast Ef þú giftist. Þættirnir fjalla um hjónabandið í nútímasamfélagi. Hjónabandið og hugmyndin um það er einn sterkasti hornsteinn samfélagsins. Í nútímanum hefur vægi hjónabandsins líklegast minnkað fyrir suma á sama tíma og það getur það samt skipt sköpum fyrir aðra þegar kemur að alvöru lífsins. Fjöldi fólks velur að giftast ár hvert oft með mikilli fyrirhöfn og tilkostnaði, þrátt fyrir að tölfræðin sýni að stór huti hjónabanda endi með skilnaði. En hvað er hjónabandið í dag? Er það tímanna tákn eða tímaskekkja? Við ræddum hjónabandið og þessa nýju þætti, Ef þú giftist, við Brynhildi Björnsdóttur í dag, en fyrsti þátturinn fer í loftið kl.14 á Aðfangadag hér á Rás 1.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag og í korti dagsins segir Magnús frá ferð sinni til Berlínar fyrr í desember, frá stemningunni í borginni, eftirminnilegri leikhúsferð þar sem hann sá Túskildingsóperuna í fyrsta sinn. Hann segir líka frá jólamarkaðnum en hann er aldagömul hefð sem litar aðventuna og mannlífið hjá Þjóðverjum. Í lokin segir hann frá drauminum endaluasa um eilíft líf en nú eru moldríkir auðkýfingar að verja grilljónum í rannsóknir á því hvernig hægt sé að svindla á dauðanum.
Gullý Hanna Ragnarsdóttir er tónlistarkona og hefur síðastliðinn 40 ár starfað sem slík í Danmörku og nú nýlega gaf hún út sinn áttunda hljómdisk. Þessi diskur fjallar um Ísland og rætur hennar hér. Gullý segist vera komin á ellilaun en er enn að spila á gítarinn og syngja fyrir fólk. Við slógum á þráðinn til hennar í þættinum.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners