Mannlegi þátturinn

Hlaðvarp um Bráðamóttökuna, Emilía dansari og stjúpfjölskyldur um jólin


Listen Later

Jóhannes Kr. Kristjánsson rannsóknarblaðamaður hefur varið yfir fjögur hundruð klukkustundum á Bráðamóttöku Landspítalans síðustu mánuði við gerð hlaðvarpsþáttanna Á vettvangi sem hann vinnur í samstarfi við Heimildina. Með þáttunum gefur hann hlustendum innsýn í raunverulega stöðu Bráðamóttökunnar sem er þröng og erfið, þar sem plássleysi fyrir sjúklinga er viðvarandi vandamál. Hann ræðir við starfsfólk á gólfinu sem vinnur undir miklu álagi við mögulega erfiðari aðstæður en hægt er að ímynda sér. Jóhannes kom til okkar og sagði okkur frá þáttunum og stærstu málunum sem Bráðamóttakan glímir við um þessar mundir.
Emilía Benedikta Gísladóttir dansari kom svo til okkar. Hún var sólódansari hjá Compania Nacional de Danza í Madrid og svo undir stjórn Katrínar Hall í dansflokki Óperunnar í Gautaborg. Á báðum stöðum dansaði hún í verkum margra frægustu danshöfunda heims, en nú dansar hún aftur hjá Íslenska dansflokknum meðal annars í Jóladraumum sem var frumsýndur í síðustu viku. Emilía sagði okkur frá sinni reynslu í þessum stóru dansflokkum og hvernig það er að dansa aftur á Íslandi.
Er mikilvægara að börn eigi jól með nýju stjúpforeldri en foreldrinu á hinu heimilinu? Jólin geta reynt á marga og sérstaklega stjúpfjölskyldur. Margir eru óvissir um hver á að gefa og þá hverjum hvað? Hverjum á að bjóða og hverjum ekki? Og með hverjum eiga börnin að eiga jólin? Félags- og fjölskylduráðgjafinn Valgerður Halldórsdóttir segir þetta algengt áhyggjuefni hjá mörgum fyrir jólin og hélt erindi um þetta á Bókasafni Kópavogs fyrir stundu. Hún ræddi þetta við okkur í dag.
Tónlist í þættinum:
Ryðgaður dans / Valdimar (Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson)
Í eigin vanmætti / KK (Kristján Kristjánsson)
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Í bláum skugga / Stuðmenn (Sigðurðu Bjóla Garðarsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners