
Sign up to save your podcasts
Or


Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, rýna í kristalskúlu heimsviðskiptanna þar sem tollastefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta mótar umhverfið þessa dagana. Hvernig endar tollastríðið og hvað er planið, erum við að tala um samningatækni eða tekjuöflun? Allt hefur þetta skapað miklar sveiflur og taugaveiklun á hlutabréfa- og hrávörumörkum en ritstjórarnir láta sér ekki bregða og kryfja málið á sinn einstaka hátt.
Þá komu tveir góðir gestir, þau Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna síðasta föstudag og María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans. Guðmundur hefur miklar efasemdir um hækkun á auðlindaskatti eins og ný ríkisstjórn setur málið upp núna og kemur með áhugaverð rök með vísun í lagabreytingar og þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fáir eða engir þekkja þá sögu betur. Í seinni hluta þáttarins kemur María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, en hún er búin að ráðast í mikla stefnumótunarvinnu enda kallaði sala á grunnkerfum Símans á slíkt. Verkfræðingurinn María Björk er nýr stjórnandi í Kauphöllinni og hefur áhugaverða sýn á hlutverk stjórnandans. Stútfullur þáttur að venju.
By Brotkast ehf.4
11 ratings
Ritstjórarnir, þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, rýna í kristalskúlu heimsviðskiptanna þar sem tollastefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta mótar umhverfið þessa dagana. Hvernig endar tollastríðið og hvað er planið, erum við að tala um samningatækni eða tekjuöflun? Allt hefur þetta skapað miklar sveiflur og taugaveiklun á hlutabréfa- og hrávörumörkum en ritstjórarnir láta sér ekki bregða og kryfja málið á sinn einstaka hátt.
Þá komu tveir góðir gestir, þau Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna síðasta föstudag og María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans. Guðmundur hefur miklar efasemdir um hækkun á auðlindaskatti eins og ný ríkisstjórn setur málið upp núna og kemur með áhugaverð rök með vísun í lagabreytingar og þróun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fáir eða engir þekkja þá sögu betur. Í seinni hluta þáttarins kemur María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, en hún er búin að ráðast í mikla stefnumótunarvinnu enda kallaði sala á grunnkerfum Símans á slíkt. Verkfræðingurinn María Björk er nýr stjórnandi í Kauphöllinni og hefur áhugaverða sýn á hlutverk stjórnandans. Stútfullur þáttur að venju.

472 Listeners

150 Listeners

124 Listeners

24 Listeners

133 Listeners

89 Listeners

30 Listeners

23 Listeners

35 Listeners

21 Listeners

39 Listeners

15 Listeners

6 Listeners

23 Listeners

10 Listeners