Í HM þætti Handkastsins að þessu sinni voru gestir þáttarins fyrrum þáttastjórendur Gatorade sem var á dagskrá Áttunar ekki fyrir svo löngu síðan.
Hermann Árnason íþróttaspekúlant og Davíð Örn Atlason sem kemur úr mikilli handboltafjölskyldu voru gestir þáttarins.
Í þættinum fórum við yfir lokaleik Íslands á HM, gáfum íslensku landsliðsmönnunum einkunnir fyrir frammistöðu sína í Þýskalandi.
Í seinni hluta þáttarins fórum við yfir síðustu leiki og stöðuna í Olís-deild kvenna og vorum einnig með slúðurpakka fyrir Olís-deild karla sem fer aftur af stað laugardaginn 2. febrúar.
Davíð Örn Atlason gaf síðan Rúnars Kárasonar treyju sem við ætlum að gefa á Facebook og Twitter.