Víðsjá

Húh, Morris, Þel, Cohen og Café Lingua


Listen Later

Í Víðsjá í dag verður meðal annars litið við í Borgarleikhúsinu þar sem leikverkið HÚH verður frumsýnt á föstudag. Það er leikhópurinn RaTaTam sem stendur að sýninginni þar sem spurt verður meðal annars: Hvað ef við erum ekki nógu fyndin, þroskuð, æðisleg og sexý? Rætt verður við leikstjóra sýningarinnar, Charlotte Böving. Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, segir hlustendum frá hreindýri sem skotið var í óleyfi austur á landi á 19. öld og þeim afleiðingum sem sá atburður hafði en það varð til þess að áhrif frá hönnun og hugsun Williams Morris smituðust inn í íslenskar sjónlistir sem þá voru í frumbernsku. Snæbjörn Brynjarsson, nýr sviðslistagagnrýnandi víðsjár fjallar um danssýninguna Þel eftir Katrínu Gunnarsdóttur, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi í síðustu viku. Hugað verður að fyrirbærinu Café Lingua sem snýst um tungumál og það að byggja brýr milli menningarheima. Og sagt verður frá nýrri plötu sem inniheldur lög sem kanadíski tónlistarmaðurinn Leonard Cohen skildi eftir sig, en hann andaðist í nóvember árið 2016. Platan nefnist Thank's for the Dance og að gerð hennar komu margir heimsþekktir tónlistarmenn.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

91,037 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

4 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners