Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var rithöfundurinn Huldar Breiðfjörð. Hann hefur skrifað handrit fyrir kvikmyndir og sjónvarp og nokkrar bækur. Sólarhringl, nýjast bók hans var að koma út, sem er persónuleg saga hans, þar sem hann fléttar saman daglegu lífi, minningum sínum og hringferð um landið á puttanum. Við ræddum við hann um lífið og tilveruna og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, var með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn talaði hún um stemninguna við laufabrauðsgerð, gleðina og kátínuna, letina þvi það eru ekki allir jafn duglegir.og hvaða réttur á að malla inn í ofninum á meðan.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON