Mannlegi þátturinn

Hundavinir, öryggismál og umhverfissálfræði


Listen Later

Við kynntumst verkefninu hundavinir í þættinum, það er hluti af vinaverkefnum Rauða krossins. Markmið þeirra er að sporna gegn félagslegri einangrun. Hundavinir er verkefni þar sem sjálfboðaliðar kíkja í heimsóknir á stofnanir eða til einstaklinga með hund, sé þess óskað. Þórdís Björg Björgvinsdóttir sjálfboðaliði kom í þáttinn í dag og sagði okkur frekar frá þessu verkefni.
Því miður er fjöldi tilkynntra vinnuslysa til Vinnueftirlitsins rúmlega tvö þúsund á hverju ári, sem þýðir að meðaltali slasast sex einstaklingar í vinnuslysi á hverjum einasta degi. Í næstu viku verður forvarnaráðstefna VÍS haldin í þrettánda skiptið, hún er stærsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi og við fengum Helgu Rún Jónsdóttur, fulltrúa í gæða- og öryggisdeild Festis í viðtal, en hún ætlar á ráðstefnunni að fjalla um nýjar leiðir í forvarnar- og öryggismálum hjá Festi.
Flestir verja stórum hluta tíma síns innandyra. Umhverfi okkar er samspil ólíkra þátta og hefur mismunandi áhrif á fólk. Þannig hefur umhverfið heima önnur áhrif en vinnuumhverfið og það er ólík upplifun að vera í skóla eða á sjúkrahúsi, í verslun eða leikhúsi. Páll Jakob Líndal er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney og hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort sem um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Hann sagði okkur frá umhverfissálfræði í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Ástarævintýri / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Napur vindur / Úlfarnir (Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir)
Vonarströnd / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson)
Three little birds / Bob Marley & The Wailers (Bob Marley)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners