Síðari undankeppni Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Liverpool í kvöld þar sem hún Diljá okkar slær alveg örugglega í gegn. Ætli hún vinni ekki bara keppnina á laugardaginn eftir að hún rústar riðlinum í kvöld? En hvar eigum við að halda hana þá á næsta ári? Ætli Bretland gæti líka haldið hana fyrir okkur? Bretar sigruðu nefninlega ekki Eurovision í fyrra, heldur Úkraína. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallaði um sigur þessa stríðshrjáða lands í maí í fyrra og hvaða þýðingu Kalush Orchestra hafði, á þeim tíma, fyrir þessa þjóð sem hefur nú þurft að þola ólýsanlegar þjáningar undir misvökulu auga þjóðarleiðtoga þessa heims. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.