Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir, hljómsveitarmeðlimir Grúsku Babúsku spjalla um tilurð og upptökur lagsins Refurinn af plötu sinni Tor. Í þættinum heyrum við um sumarbústaðaferðir, ást þeirra á Glastonbury og hvernig Grúskur taka sig aldrei of alvarlega í tónsköpun sinni.
Umsjón: María Magnúsdóttir.