Bein útsending frá Listaháskóla Íslands. Lestin og Víðsjá leiða saman hesta sína í dag og mæta í heimsókn í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi. Tuttugu ár eru nú liðin síðan kennsla hófst í skólanum og því tímabært að spyrja hvernig til hafi tekist. Gestir ræða meðal annars um lífið í skólanum, listnám og eðli þess, háskólavæðingu listanna, líf eftir námið og áhrif skólans á menningarlífið í heild. Fylgst verður með kennslu í ýmsum listgreinum og sköpun nemenda sem einnig stíga á stokk. Meðal gesta verða stjórnendur, nemendur og kennarar við skólann.