Mannlegi þátturinn

Ilmur um leshraða, breytingaskeiðið og skafrenningur


Listen Later

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona skrifaði færslu á Facebook í gær sem vakti mikla athygli. Þar velti hún fyrir sér prófum í leshraða hjá skólabörnum og af hverju það sé verið að leggja áherslu á að börn lesi hratt. Hún segist hafa lagt áherslu á að börnin sín skilji það sem þau lesi, en að þessi hraðapróf hafi orðið til þess að þau misstu áhuga og sjálfstraust í lestrinum. Það er óhætt að segja að þessi færsla hafi vakið mikla athygli, því henni hefur verið deilt næstum þúsund sinnum og athugasemdirnar eru næstum fimm hundruð þar sem flestir þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu og taka undir með henni. Ilmur kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá því sem hún vildi koma á framfæri og þeim viðbrögðum sem hún hefur fengið.
Það er alþjóðlegur dagur breytingaskeiðs í dag og í tilefni hans töluðum við við Sigfríð Eik Arnardóttur næringarþerapisti um þetta mikilvæga skeið í lífi kvenna. Lengi vel var lítið rætt um breytingaskeiðið og lítið vitað um það og það lítið rannsakað. Nú síðustu ár hefur þetta breyst, umræðan er orðin meiri og fleiri rannsóknir hafa verið gerðar og það hefur t.d. kom í ljós í breskri rannsókn árið 2019 að um ein milljón kvenna á það á hættu að detta út af vinnumarkaði á miðjum aldri vegna kvilla tengdum breytingaskeiðinu.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo til okkar í veðurspjall. Veðrið er okkur Íslendingum yfirleitt ofarlega í huga og Elín Björk hefur einstakt lag á að útskýra og fræða okkur um hin ýmsu fyrirbrigði í veðrinu. Hún fræddi okkur í dag um skafrenning, sandfok, háarenning, lágarenning og flæðiþröskuld.
Tónlist í þættinum:
Haustið 75 / Sif Ragnhildardóttir (Valgeir Guðjónsson)
Haustvísa / Anna Pálína Árnadóttir (Erna Tauro, Aðalsteinn Ásberg)
Sara systir / Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Ólafur Haukur Símonarson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners