ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, voru stofnuð árið 1986 og eru samtök einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra. Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru verðlaun sem veitir frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum viðurkenningu og er nokkurs konar uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingasfólks og nú á miðvikudaginn verða birtar tilnefningarnar í ár. Árni Reynir Alfreðsson er fomaður ÍMARK og hann kom til okkar.
Þór Fjalar Hallgrímsson er starfsnemi hjá okkur þessa dagana en hann er við nám í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Þór hefur verið að leita að áhugaverðu efni í safninu okkar og í dag heyrum við viðtal sem var tekið upp árið 2000, af Jórunni Sigurðardóttuir dagskrárgerðarkonu, hún talaði við Sigurveigu Guðmundsdóttir sem ólst upp í Hafnarfirði og í því segir hún frá tímum þegar fréttir bárust af styrjöld úti í heimi, hörðum vetri og heimsfaraldri fyrir meira en öld síðan.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Valur Brynjar Antonsson heimspekingur, skáld, ráðgjafi og kennari.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR