Ny?tt leikverk eftir leikhópinn Elefant byggt á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum sem í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra frumsýna á fimmtudaginn í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.María Thelma Smáradóttir, sem leikur Snæfríði Íslandssól í sýningunni kom í viðtal í dag og sagði okkur meðal annars frá því að þetta hefði verið draumahlutverkið hennar frá því hún var unglingur og las söguna fyrst.
Við forvitnuðumst svo um sérstakar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís, en þar er hefur verið unnið undanfarið að því að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að allri aðstöðu og bíósýningarnar hafa verið aðlagaðar til dæmis fyrir blinda, heyrnaskerta og einhverfa og boðið hefur verið upp á bíósýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem það vilja. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís kom í þáttinn í dag.
Svo komu þær saman til okkar í veðurspjall, Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ríkisútvarpisins. Við ræddum við þær saman um íslensk veðurhugtök. Þau geta verið mjög lýsandi, falleg, fyndin, skrýtin og mjög oft mjög áhugaverð. Það var skemmtilegt spjall um íslensku veðurhugtökin með Önnu Sigríði og Elínu Björk í dag.
Tónlist í þættinum í dag
Kúst og fæjó / Heimilistónar (Heimilistónar)
Almost Over You / Önnu Jónu Son (Haraldur Ingi Þorleifsson)
Allt að gerast / Ásgeir Ásgeirsson Trio (Ásgeir Ásgeirsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON