Fyrr á öldum þótti enginn maður með mönnum nema hann væri hlutgengur í glímu. Smalar tóku eina bröndótta sér til hita, glímt var eftir kirkjuferðir og í landlegum vermanna. Glíman telst til þjóðlegra fangbragða en af þeim eru þekktar um 150 tegundir um víða veröld. Glíman sker sig úr öllum öðrum fangbrögðum á þrennan hátt: Upprétt staða, stígandinn og svo níð. Um helgina fór fram 112. Íslandsglíman og keppt var um Grettisbeltið í karlaflokki og Freyjumenið í kvennaflokki en sigurvegararnir hlutu sæmdarheitin Glímukóngur og Glímudrottning Íslands. Margrét Rún Rúnarsdóttir formaður Glímusambands Íslands kom í viðtal í dag.
Við fengum svo vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag lagði Guðjón vinkilinn að skýrslum.
Að lokum var það lesandi vikunnar, í þetta sinn er það Margrét Bjarnadóttir. Hún er danshöfundur og listakona. Hún vinnur jöfnum höndum með dans- og performanslist, ljósmyndir, myndbandsverk, glerverk, teikningar og skrif. Hún, til dæmis, vann nýlega með Ragnari Kjartanssyni og tónlistarmanninum Bryce Dessner sýninguna No Tomorrow, sem hlaut Grímuverðlaun og ferðaðist víða um heim. Margrét samdi sviðshreyfingar fyrir nýjustu tónleikaferð Bjarkar Guðmundsdóttur, Cornucopia. En við fengum auðvitað að heyra hvaða bækur Margrét hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Bækurnar sem Margrét talaðu um voru:
Getting Lost, Staðurinn og fleiri bækur eftir Annie Ernaux
Líkaminn geymir allt e. Bessel Van Der Kolk
My Phantoms e. Gwendoline Riley
Tónlist í þættinum í dag:
Gamla Kvíabryggja / Sigurður Ólafsson (Svavar Benediktsson og Guðmundur Guðmundarson)
Sigtryggur vann / Hinn íslenski þursaflokkur (Egill Ólafsson)
Autum leaves / Hljómsveit Björns R. Einarssonar (Joseph Kosma)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON