Mannlegi þátturinn

Íslenskuvænt samfélag, Demantshringurinn og hlaðvörp


Listen Later

Við kynntum okkur íslenskuátakið Íslenskuvænt samfélag, sem hefur verið ýtt úr vör hjá Háskólasetri Vestfjarða. Við heyrðum í Ólafi Guðsteini Kristjánssyni í þættinum, en hann er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólasetursins. Samkvæmt þeim í Háskólasetrinu hafa Vestfirðir, og þá ekki síst Ísafjörður, fengið það orðspor á sig að þar sé gott að spreyta sig á íslensku fyrir þau sem eru að læra málið. Háskólasetur Vestfjarða staðið fyrir íslenskunámskeiðum frá árinu 2007, fyrir þau sem vilja læra málið. Þar er vel tekið á móti þeim sem sem eru að læra að beita íslenskunni og lögð áhersla á að nemendurnir fái tækifæri til að nota málið á meðan þeir eru að læra það. Ólafur sagði meira frá þessu í þætti dagsins.
Við höfðum einni samband við Anton Birgisson, leiðsögumann hjá Geotravel í Mývatnssveit, og fengum hann til að segja okkur frá Demantshringnum, 250 kílómetra löngum hringvegi á Norðurlandi þar sem er að finna náttúruperlur og landslag sem virðist oft ekki vera af þessum heimi. Það er Gullni hringurinn fyrir sunnan og Demantshringurinn fyrir norðan.
Svo kom Ása Baldursdóttir, sérfræðingur þáttarins í hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum, til okkar. Í dag fjallaði Ása um hlaðvarp sem fjallar um innrásina í Hvíta Húsið 6.janúar 2021, í kjölfar úrslita forsetakosningana í Bandaríkjunum. Kamelljónið, hlaðvarp um tvo villta unga drengi sem birtust allt í einu í mannabyggð og heimildamynd úr smiðju HBO um dularfullt slys þar sem ekki er allt sem sýnist. Hlaðvörpin heita The Coming Storm (BBC Sounds, BBC 4) og Chameleon: Wild Boys (Campsite media) og heimildarmyndin heitir There?s Something Wrong With Aunt Diane (HBO).
Tónlist í þættinum:
Betri tíð e. Valgeir Guðjónsson og Þórð Árnason í flutningi Hildar Völu Einarsdóttur.
Má ég pússa regnbogann e. Jeff Bates og Jónas Friðrik Guðnason í flutningi Brimkló.
Ómissandi fólk e. Magnús Eiríksson í flutningi Bríetar.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners