Mannlegi þátturinn

Jákvæð heilsa, lög Steingríms og Hafberg í Lambhaga


Listen Later

Við kynntum okkur hugmyndafræði jákvæðrar heilsu í dag. Þær Rannveig Eir Helgadóttir geðhjúkrunarfræðingur og Rannveig Björk Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, standa að námskeiðinu Heilsuhjólið mitt hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem kynnt verður ný skilgreining á hugmyndafræði á heilsu, sem sagt jákvæð heilsa. En hvað er átt við með því og hvað er heilsuhjólið? Þær nöfnur Rannveig Eir og Rannveig Björk svörðuðu því í þættinum.
Í kvöld verða fluttar helstu dægurlagaperlur Steingríms M. Sigfússonar í Salnum í Kópavogi en það er barnabarn hans, Gísli Magna Sigríðarson, sem heldur síðbúna útgáfutónleika en hann gaf út plötu með lögum afa síns en vegna heimsfaraldursins náðist ekki að halda tónleika fyrr. Gísli kom í þáttinn og sagði okkur frá afa sínum, Steingrími, í dag og við heyrðum lag af plötunni.
Einn þeirra sem fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu frá forseta Íslands í upphafi árs var Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og forstjóri, en hann fékk orðuna fyrir frumkvöðlastarf í ræktun og vistvænni grænmetisframleiðslu. Hafberg rekur Lambhaga garðyrkjustöð sem er svo að segja í miðri borginni. Hann er þessa dagana staddur í Þýskalandi á Landbúnaðarráðstefnu og við slógum á þráðinn til hans í þættinum.
Tónlist í þættinum í dag:
Í löngu máli / Una Torfa (Una Torfa)
Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim & Elis Regina (Antonio Carlos Jobim)
Mikið var gaman að því / Gísli Magnason (Steingrímur M Sigfússon)
Græna byltingin / Spilverk Þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners