Það er einstaka sinnum sem við fáum tvö föstudagsgesti í þáttinn og í dag var það einmitt uppá teningnum. Þeir félagar Jogvan Hansen og Friðrik Ómar komu í þáttinn en þeir eru við það að leggja í langferð í kringum landið á húsbíl og halda hátt í 30 tónleika í leiðinni. Þeir fóru í slíka tónleikaferð í fyrra sem þeir kölluðu Sveitalíf og voru svo heppnir að ná henni í glugganum sem opnaðist síðasta sumar, þegar samkomutakmarkanir leyfðu. Nú ætti ekkert að stoppa þá. Við ræddum við þá um vinskapinn, fortíðina og tónlistina í þættinum.
Og það lá beint við að fá þá félaga, Friðrik Ómar og Jogvan til að sitja áfram með okkur í matarspjallinu. Jogvan er mikill ástríðukokkur og kann ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu, því fengum við hann til þess að fræða okkur um færeyskan mat í matarspjallinu í dag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON