Víðsjá

Jóhann Hjálmarsson, Midpunkt, Dyrnar


Listen Later

Víðsjá minnist í dag Jóhanns Hjálmarssonar skálds og gagnrýnanda en hann andaðist í síðustu viku, áttatíu og eins árs að aldri. Jóhann gaf á sínum tíma út átján ljóðabækur, sú fyrsta, Aungull í tímann, kom út árið 1956, þegar Jóhann var aðeins sautján ára gamall. Jóhann var mikilvirkur ljóðaþýðandi og starfaði sem menningarblaðamaður á Morgunblaðinu áratugum saman. Hlustendur heyra brot úr viðtölum við Jóhann í þættinum í dag, auk upplestra, en einnig er rætt við rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson um höfundarverk Jóhanns. Einnig verður í þættinum í dag farið í Hamraborgina í Kópavogi þar sem gallerí Midpunkt er til húsa. Í galleríinu hafa þau Ragnheiður Sigurðardóttir og Snæbjörn Brynjarsson síðastliðin tvö ár miðað að því að færa listina nær fólkinu, nær hversdagsleikanum. Rætt verður við Ragnheiði um rekstur listrýmis í Kópavogi og sýningin Secret Services, leyniþjónustan, skoðuð, en þetta er fyrsta einkasýning Rúnars Arnar Jóhönnu- og Marínóssonar. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni kemur frá Ungverjalandi. Það er skáldsagan Dyrnar eftir ungverska rithöfundinn Mögdu Szabó sem kom út fyrr á þessu ári í íslenskri þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur. Þetta er óvenjuleg og áleitin saga um samband tveggja kvenna, bók sem vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út árið 1987, hefur verið þýdd á mörg tungumál, og hlotið verðskuldað lof og verðlaun. Bókin var meðal annars kjörin ein af tíu bestu bókum ársins 2015 af bandaríska stórblaðinu The New York Times.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
This American Life by This American Life

This American Life

91,010 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Út að hlaupa by Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Út að hlaupa

3 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

Skuggavaldið by skuggavaldid

Skuggavaldið

16 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners

Menningarvaktin by menningarvaktin

Menningarvaktin

0 Listeners