Í þessum þætti rifjum við upp skemmtilegt viðtal sem við tókum við Jóhann Sigurðarsson fyrir réttu ári síðan. Hann var föstudagsgestur hjá okkur og við fórum vítt og breitt um sviðið, æskuárin,lífið og leiklistin og eins og alþjóð veit er Jóhann er alveg einstakur sögumaður.
Við rifjum líka upp skemmtilegt jólaspjall við Marenzu Paulsen sem auðvitað er alltaf með hugann við matargerð og sérstaklega í kringum jólin. Jólamaturinn, færeyskur matur, jólahlaðborð og miklu fleira með Marenzu.
Tónlist í þættinum:
Ef ég væri ríkur / Jóhann Sigurðarson (Jerry Bock, Sheldon Harnick og Þórarinn Hjartarson)
Söngur samviskunnar / Jóhann Sigurðarson (Guðmundur Jónsson og Kristján Hreinsson)
What are You Doing for New Years Eve / Ella Fitzgerald (Frank Henry Loesser)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR