Eftir rúm tvö ár af faraldrinum og öllu sem honum fylgdi þá er ekki víst að margir hafi, við fyrstu tilhugsun, verið tilbúin að horfa á heila þáttaröð um faraldurinn. En engu að síður hefur nýja heimildarþáttaröðin Stormur náð að fjalla um þetta tímabil og baráttuna við COVID-19 þannig að fólk límist við skjáinn og getur ekki hætt að horfa. Í þáttunum er fylgst með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum og einblínt er á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina. Við fengum tvo af þeim sem stóðu að þessum þáttum, þá Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, til þess að segja okkur frá vinnslu þáttanna í þættinum.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bók úr einkasafni og fróðleiksþorsta almennt eins og hann orðar það sjálfur.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Starri Reynisson bóksali og háskólanemi. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Starri talaði um eftirfarandi bækur:
The Left Hand of Darkness e. Ursula Leguin
Ljósagangur e. Dag Hjartarson
Gestakomur í Sauðlauksdal e. Sölva Björn Sigurðsson
Ljóðabækur Þórarins Eldjárns og þýðingu hans á Inferno e. August Strindberg
Skugga-Baldur og Argóarflísina e. Sjón
Tónlist í þættinum í dag:
Ég er ekki að skilja ((Ást i framvinduhorfi) / Jón Ólafsson (Jón Ólafsson og Bjarki Karlsson)
Það bera sig allir vel / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Bragi Valdimar Skúlason)
Lífið er undur / Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir (Egill Ólafsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR