Mannlegi þátturinn

Jóhannes og Sævar um Storm, vinkill og Starri lesandinn


Listen Later

Eftir rúm tvö ár af faraldrinum og öllu sem honum fylgdi þá er ekki víst að margir hafi, við fyrstu tilhugsun, verið tilbúin að horfa á heila þáttaröð um faraldurinn. En engu að síður hefur nýja heimildarþáttaröðin Stormur náð að fjalla um þetta tímabil og baráttuna við COVID-19 þannig að fólk límist við skjáinn og getur ekki hætt að horfa. Í þáttunum er fylgst með störfum þeirra sem stjórnuðu aðgerðum í faraldrinum og einblínt er á mannlega hlið faraldursins og sagt frá sorgum og sigrum í baráttu þjóðarinnar við að hemja útbreiðslu veiru sem setti heimsbyggðina á hliðina. Við fengum tvo af þeim sem stóðu að þessum þáttum, þá Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson, til þess að segja okkur frá vinnslu þáttanna í þættinum.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bók úr einkasafni og fróðleiksþorsta almennt eins og hann orðar það sjálfur.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Starri Reynisson bóksali og háskólanemi. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Starri talaði um eftirfarandi bækur:
The Left Hand of Darkness e. Ursula Leguin
Ljósagangur e. Dag Hjartarson
Gestakomur í Sauðlauksdal e. Sölva Björn Sigurðsson
Ljóðabækur Þórarins Eldjárns og þýðingu hans á Inferno e. August Strindberg
Skugga-Baldur og Argóarflísina e. Sjón
Tónlist í þættinum í dag:
Ég er ekki að skilja ((Ást i framvinduhorfi) / Jón Ólafsson (Jón Ólafsson og Bjarki Karlsson)
Það bera sig allir vel / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Bragi Valdimar Skúlason)
Lífið er undur / Egill Ólafsson og Ellen Kristjánsdóttir (Egill Ólafsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners