Mannlegi þátturinn

Jól í Birkihofi, sannar gjafir og Arnrún lesandi vikunnar


Listen Later

Anna Þóra Ísfold er þessa dagana að skipuleggja kyrrð og dekur fyrir fámennan hóp kvenna í Birkihofi á Laugarvatni yfir jólin, frá Þorláksmessu og til annars í jólum. Hún skildi fyrir 4 árum og eins og oft er með skipulag yfir jól og áramót, skiptast börnin á að vera hjá foreldrum sínum. Það getur reynst mörgum erfitt að hafa ekki börnin hjá sér yfir jólin og því fæddist þessi hugmynd hjá Önnu Þóru, að bjóða uppá þessa samveru kvenna í sömu sporum. Tíminn verður nýttur í sjálfsuppbyggingu, valdeflingu og góðan mat. Við ræddum við Önnu Þóru í þættinum.
Jólin nálgast með öllu sem þeim fylgir, hvað á að gefa hverjum í jólagjöf? Hvað fengum við í jólagjöf í fyrra? UNICEF á Íslandi býður upp á sannar gjafir þar sem hægt er að gefa vinum og fjölskyldu gjöf sem getur skipt sköpum fyrir börn í neyð, sem sagt það að í þeirra nafni fái barn sem þarf á því að halda; bólusetningu, vítamínbætt jarðhnetumauk, hlý föt fyrir kaldasta tíma ársins og miklu fleira. Þörfin hefur aldrei verið meiri til dæmis í Jemen, Afganistan, Madagaskar og Eþíópíu og við fengum þær Steinunni Jakobsdóttur og Eyrúnu Ingu Jóhannesdóttur frá UNICEF á Íslandi til þess að segja okkur frekar frá sönnum gjöfum sem eru 10 ára í ár og stærstu áskorun sem UNICEF hefur staðið frammi fyrir í sinni 75 ára sögu.
Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Arnrún Magnúsdóttir leikskólakennari. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft sérstök áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners