Það voru tveir föstudagsgestir í þættinum í dag, þau Jón Ársæll Þórðarson og Margrét Gauja Magnúsdóttir. Þau eiga það sameiginlegt að hafa bæði smitast af COVID-19 en eru búin að jafna sig, en samt ekki alveg. Þau sögðu okkur frá þessari reynslu sinni af veirunni, sem var æði ólík, í þættinum í dag og hvernig þetta gekk allt saman fyrir sig og svo auðvitað hvernig þau hafa það í dag.
Í matarspjalli dagsins dustaði Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna, rykið af „pikknikk“ körfunni, gerði samlokur, skrúfupasta, hellti upp á kaffi og setti í brúsa. Mjólkin fór auðvitað í gamla tómatsósuglerflösku og svo skundaði húnm með okkur í lautarferð.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON