Mannlegi þátturinn

Jónas og tungumálið, leikskólarými og hlýindi undanfarið


Listen Later

Í dag er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar. Það eru 215 ár í dag frá því að Jónas fæddist og hann lést langt fyrir aldur fram, ekki nema 37 ára. En á sinni stuttu ævi þá hafði hann þó mikil áhrif og ekki síst eftir sinn dag. Það er auðvitað engin tilviljun að dagur íslenskrar tungu hafi verið settur á afmælisdag Jónasar, orðasmíði hans, ljóðin og hans skrif og þau áhrif sem hann hefur haft réttlæta það og miklu meira. Við fengum Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, til þess að koma í þáttinn til að tala við okkur um Jónas og hans órjúfanlegu tengingu við íslenska tungu. En hún, ásamt Elínu Elísabetu Einarsdóttur, gaf nýlega út bókina Á sporbaug - nýyrði Jónasar Hallgrímssonar.
Hörður Svavarsson leikskólastjóri á leikskólanum Aðalþingi segir að álagið vegna þrengsla í leikskólum sé orðið svo mikið að fullorðna fólkið forði sér, þess vegna sé erfitt að ráða fólk til starfa í leikskólunum. En eftir sitja börnin, þau geta ekki forða sér. Hörður hefur rannsakað hvaða rými börn hafa í leikskólum og hann bendir á að leikskólar séu meira mannaðir á Íslandi en í öðrum löndum. Hann segir það vera vegna þess að viðbrögð vegna aukins álags sem þrengslin valda hafa verið ákall um aukna mönnun. Hann telur að ef börnin hefðu meira rými, á borð við það sem gerist í öðrum löndum, þyrfti ekki eins mikla mönnun. Hörður útskýrði þetta í þættinum í dag.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í veðurspjall í dag. Hún kann ákaflega vel að segja á áhugaverðan hátt frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í veðrinu og í dag talaði hún um methlýindi undanfarið.
Tónlist í þættinum í dag:
Reiknaðu með mér / Björn Jörundur og Ragga Gröndal (Björn Jörundur Friðbjörnsson)
Hættu að gráta hringaná / Ylja (Þjóðlag og Jónas Hallgrímsson)
Skýjaglópur / Júníus Meyvant og KK (Júníus Meyvant)
Veðurglöggur / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners